So Deco frá Clipso

Loft í þínum sérstaka stíl með CLIPSO

Þegar kemur að loftunum þínum eru sérlausnir oft takmarkaðar og flóknar í framkvæmd, sem er nóg til að draga úr áhuga einhvers sem leitast við að endurhanna það sem er lykilþáttur hvers herbergis. CLIPSO mun leyfa ímyndunaraflinu að ráða ríkjum þegar kemur að loftunum þínum með stílhreinum, sérsniðnum og einföldum lausnum. Með klæðningum frá CLIPSO hefur það aldrei verið auðveldara að skreyta loftin þín.

Stílhrein loft - nýttu þér sérfræðiþekkingu CLIPSO

Sjálft hugtakið hönnun er að finna lausn á vandamáli, með því að sameina fjölbreytta og skapandi hugmyndafræði.

Umhverfisvænar klæðningar

Öll efni okkar hafa fengið A+ vottun og Oeko-Tex Standard 100 merkið, vottanir sem meta losun á skaðlegum efnum úr klæðningunum . Einnig hefur Svanurinn vottað Clipso sem byggingarefni í Svansvottaðar byggingar. Staðreyndin að við höfum þessar vottanir tryggir heilbrigt umhverfi fyrir þig.

Skapandi klæðningar okkar hjálpa hugmyndum að blómstra

Sköpunargáfa spilar grundvallarhlutverk þegar kemur að því að bjóða upp á stílhrein loft, sem gerir þér kleift að ákvarða stærðir, form og rými og velja rétta litir og munstur. Án sköpunargáfu getur enginn stíll verið til, þess vegna ákvað CLIPSO að stofna SO AERO og SO DECO. Með þessum tveimur nýju vörumerkjum getur þú núna hannað þín eigin form og prent – sameina stíl og hreyfingu til að umbreyta loftinu þínu.

Fjölhæfar klæðningar hannaðar með tæknilegri færni

Stílhrein efni okkar byggja á fjölbreyttri færni. Stjórn okkar á hönnunarferlinu þýðir að CLIPSO er fært um að þróa efni með athyglisverðum eiginleikum: hljóðvist, gegnsæi og mörgu fleiru.

Þekking á sviði hljóðvistar, arkitektúrs og verkfræði eru öll nauðsynleg þegar kemur að því að búa til sérsniðin form. Baklýstir rammar, hangandi rammar – þessar einingar krefjast sérsniðinnar hönnunar af hálfu hönnunarteymis okkar.

Stílhrein loft veita rýmum þínum nútímalega umbreytingu

Fyrirtæki vilja hönnunarvörur sem endurspegla gildi þeirra og ímynd. Hvort sem er í skrifstofum eða sýningarrýmum, verður allt að vera vel úthugsað og skipulagt með það að markmiði að tryggja að ímynd fyrirtækisins skíni í gegn. Auk þess ættu rýmin að vera aðlaðandi, bæði fyrir fólk sem þar vinnur og einnig fyrir gesti sem kunna að koma við. 

 Til að gera drauma þína að veruleika, hafðu samband við CLIPSO í dag.

Scroll to Top