Okkar loft eru fullkomin lausn fyrir rakar aðstæður eða þar sem að hreinlætiskröfur eru í hámarki
Ekki öll loft henta í hvaða umhverfi sem er. Á sjúkrahúsum og læknastofum, til dæmis, þarf að taka tillit til ýmissa hreinlætisstaðla og þessar kröfur eiga oft við um heilbrigðisstofnanir og heilsulindir. Að finna loftefni sem uppfyllir öll þessi skilyrði er ekki auðvelt, sérstaklega ef þú ert að leita að einhverju stílhreinu. Þess vegna hefur CLIPSO þróað sína eigin vöru, myglu og bakteríudrepandi loftaklæðningar.
Klæðningarnar okkar henta fyrir loft í heilbrigðisstofnunum
CLIPSO hefur þróað þetta sérstaka efni til notkunar á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, með aðalmarkmiðið að takmarka útbreiðslu örvera á meðan það veitir stílhreina lausn. Eftir fjölda prófana og miklar rannsóknir, fengum við þær niðurstöður sem við leituðum af og síðan þá hafa óteljandi stofnanir haft samband við okkur til að nota þetta efni, heillaðar af heilsutengdu aðdráttarafli þess. Bakterídrepandi loftin okkar hlutu A+ vottun og Oeko-Tex merkingu, sem veitir ábyrgð um að þau gefa ekki frá sér skaðleg eða krabbameinsvaldandi efni.