SO AREO - Arawn
ARAWN, hljóðdempandi rammar sem auka gæðin á hljóðvist og hönnun!
Tökum skref lengra í framtíð innanhússhönnunar, SO AERO safnið inniheldur nú nýja vöru: ARAWN. Þessi álrammi býður upp á dásamlega flæðandi útlínur og óaðfinnanlega hönnun, en tryggir samt framúrskarandi hljóðvist.
ARAWN fellur fullkomlega inn á heimilið þitt.
Gerður úr hljóðeinangrandi fsefni, tengir ARAWN ramminn saman tæknilega snilld og stílhreina fegurð með sléttu og einföldu útliti. Þessi stílhreina og fjölbreytta lausn getur auðveldlega verið miðpunktur heimilisins.
ARAWN veitir þér hljóðvist og lýsingu!
ARAWN ramminn veitir einstaka hljóðdempun og gefur þér valmöguleika á að aðlaga hann eftir þínum óskum. Hann er í boði í margvíslegum stærðum og býður einnig upp á möguleikann á að samþætta við lýsingarlausn.
ARAWN dýpkar einnig stóru rýmin...
Með „púða“ áferð sinni, veitir ARAWN ramminn upplifun af innri þægindum samhliða því að halda við glæsilegum, samtímalegum stíl sem innanhússarkitektar leita eftir.
Margvísleg formin undirstrika tilfinningu fyrir léttleika og tærleika. Þetta er áberandi ný vara í SO AERO vörulínunni, hannað til að mæta öllum þínum væntingum og falla að ýmsum hönnunarskilyrðum.
ARAWN býður upp á einstakt útlit sem endurspeglar þig.
ARAWN ramminn er einnig hægt að klæða með hönnun með stafrænu prenti, sem tryggir að hann passi inn í þitt innra rými. Notaðu þínar eigin myndir eða myndir úr CLIPSO safninu fyrir einstaka lausn.
Þessi nýjasta vara frá CLIPSO er í boði bæði sem veggfestur rammi eða sjálfstæð eining, og passar því fullkomlega inn í hvaða rými sem er. Að auki er hún fljótleg og einföld í uppsetningu, án þess að þurfa á byggingarvinnu eða flóknum uppsetningum að halda.
Settu bara ARAWN ramman þinn upp á vegginn og njóttu betri hljóðgæða.